top of page

Góð ráð fyrir opið hús og eða ljósmyndun

Almennur undirbúningur 

Dragið frá allar gardínur til þess að fá sem mesta náttúrulega birtu  inn í eignina.

 

Kveikið öll ljós í íbúðinni og athugið hvort allar ljósaperur virki. 

Ef gæludýr eru á heimilinu þarf að fjarlægja allt sem tengist gæludýrinu. 

Gólfmottur geta minnkað rými á mynd, því er stundum betra að fjarlægja þær á  meðan á myndatöku stendur. 

Snúrur geta gert fallega mynd að lélegri mynd, því er mikilvægt að fjarlægja þær snúrur sem mögulega mega fara.

Reynið að hafa færri hluti frekar en fleiri hluti í íbúðinni, vegna  þess að eftir því sem hlutirnir eru fleiri, því minni virkar íbúðin. 

Eldhús 

Fjarlægja allt ofan af efri skápum. 

Við miðum við að ekki séu fleiri en 3-5 hlutir í heild á borðum í eldhúsinu. 

Hafið ísskápshurðina hreina og enga hluti á henni s.s. segul eða pappír. 

Hafið girnilega ávexti í skál, því þeir gera eldhúsmyndina betri. 

Verið búin að vaska upp og fjarlægið allt sem tengist uppvaskinu. 

Passið að það séu ekki reikningar, pappírar eða dagblaðabunkar í eldhúsinu. 

Stofa 

Ekki er gott að vera með of mikið af hlutum eða húsgögnum í stofunni þar sem það minnkar rýmið og gerir ljósmyndaranum erfiðara fyrir að taka góðar myndir. 

Kveikið á kertum og ef arinn er til staðar, gerið hann þá tilbúinn. 

Fersk blóm í vasa geta gert myndina í stofunni ennþá betri. 

Fjarlægið allar fjarstýringar og hafið slökkt á sjónvarpinu. 

Raðið bókum snyrtilega í hillur. 

Baðherbergi 

Verið ekki með of mikið af hlutum á baðherberginu. 

Fjarlægja öll tannkrem, tannbursta, sápur og sjampó. Bæði í kringum vaskinn, úr hillum, baðinu og/eða í sturtunni. 

Það er í lagi að hafa 2-3 falleg ilmvatnsglös. 

Fjarlægið allt af gólfinu, klósettburstann, hreinsiefni,  taukörfu, baðvigt o.þ.h. 

Hafið kerti inni á baði eða jafnvel litla pottaplöntu. 

Svefnherbergi 

Búið fallega um rúmið helst með rúmteppi. 

Fjarlægið föt, náttsloppa og leikföng. 

Ef skápurinn nær ekki upp í loft, þá þarf að taka allt ofan af honum. 

Húsið að utan 

Það er æskilegt að fjarlæga leikföng og garðáhöld. 

Betra er að engir bílar séu í bílastæðinu. 

Sláið grasið og snyrtið beðin ef þess þarf. 

Mokið snjó úr innkeyrslunni og af svölum. 

Þurrkið af garðhúsgögnum og raðið þeim snyrtilega upp.

bottom of page