top of page

Bankaverðmat

Kostnaður við skriflegt verðmat fyrir endurfjármögnun er kr. 37.200 + vsk 

Takk fyrir! Við munum hafa samband við þig fljótlega

Hvers vegna að endurfjármagna?

Vextir og kjör íbúðalána breytast og því borgar sig að fylgjast vel með hvernig lánin þín standast samanburð við þau lán sem eru í boði á hverjum tíma. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að hentugt er að endurfjármagna íbúðalánið; betri kjör, hraðari niðurgreiðsla eða lenging lánstíma. Það sem skiptir máli er að íbúðalánið þitt falli sem best að stöðu þinni og markmiðum á hverjum tíma.

Lægri vextir og lengri lánstími lækka greiðslubyrðina

Ef þú vilt lækka greiðslubyrðina er mögulegt að gera það með því að breyta láninu þínu. Lægri vextir lækka greiðslubyrðina en ólíkar tegundir lána hafa líka ólík áhrif á greiðslubyrði. Greiðslur af verðtryggðum lánum eru t.d. lægri í upphafi lánstíma en greiðslur af óverðtryggðum lánum. Þú getur líka lengt lánstímann en mikilvægt er að hafa í huga að lengra lán hækkar kostnað til lengri tíma litið.

bottom of page